Fréttir

Forseti FÍ heiðursgestur á aðalfundi FFRang

Ólöf Kristín Sívertsen forseti Ferðafélags Íslands var heiðursgestur á aðalfundi FFRang 2024 þann 25. júní.

Aðalfundur FFRang 2024

Boðað er til aðalfundar Ferðafélags Rangæinga í Menningarsalnum á Hellu, þriðjudaginn 25. júní n.k. kl 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Ólöf Kristín Sívertsen, forseti Ferðafélags Íslands kemur í heimsókn og segir frá starfinu. Nýprentaðri Árbók FÍ verður dreift á fundinum. Félagsmenn hvattir til að mæta og gestir velkomnir - kaffi og kleinur og góður félagsskapur.

Ertu búinn að skoða allar ferðirnar 2024?

Það eru afar fjölbreyttar göngur á dagskránni hjá FFRang í ár

Ferðaáætlun ársins 2024 komin

Ferðanefnd FFRang hefur nú sett saman geysilega spennandi ferðaáætlun fyrir árið 2024 sem finna má hér á síðunni. Hvetjum fólk til að skoða hana og undirbúa þátttöku á næsta ári en fyrstu ferðir starfsársins verða í febrúar 2024.

Ferðanefndin undir feldi

Þessa dagana er ferðanefnd FFRang að undirbúa göngudagskrá næsta árs. Að þessu sinni hefur meðal annars verið leitað til félagsmanna varðandi hugmyndir og var öllum félögum í FFRang sendur hlekkur á sérstaka könnun af þessu tilefni.

Árbók 2023 komin

Árbók FÍ 2023 er komin og tilbúin til dreifingar meðal félagsmanna FFRang.

Ferðanefnd FFRang

Í framhaldi af aðalfundi í lok mars hefur ferðanefnd FFRang verið skipuð og tekið til starfa.

Gleðilegt sumar

Ferðafélag Rangæinga fagnaði sumri með frábærri ferð til Vestmannaeyja

FFRang 1 árs - hip hip húrra!

Á aðalfundi Ferðafélags Rangæinga í lok mars sl. var flutt fyrsta ársskýrsla félagsins. Þar kom m.a. fram að starfsemin er kröftug og áhuginn á útivist og hreyfingu mikill en alls voru um 600 þátttakendur í fyrstu göngum félagsins á árinu 2022.

Aðalfundur og kynning á ferðaáætlun 2023

Boðað er til aðalfundar Ferðafélags Rangæinga og kynningar á ferðaáætlun ársins 2023