Þá er að hefjast fjórða starfsár FFRang og það er óhætt að segja að nýja Ferðadagskráin fyrir 2025 sé glæsileg. Ferðanefndin er að standa sig geysilega vel eins og áður og þar með hafa verið skipulagðar 80 ferðir á vegum FFRang þessi fyrstu fjögur árin! Skemmtilegar myndir eru til úr mörgum ferðanna og hvetjum við ykkur til að kíkja í myndabankann á heimasíðunni sem geymir mikið af því sem á dagana hefur drifið. Við höldum áfram að ganga, hjóla og hlaupa með FFRang okkur Rangæingum og vinum okkar til heilsubótar á sál og líkama.