Skráning í ferð 2024

Flestar ferðir hjá Ferðafélagi Rangæinga eru gjaldfrjálsar og ekki þörf á að skrá sig sérstaklega – bara mæta á þann stað sem tilgreindur er sem upphafspunktur. Panta þarf í lengri ferðir þar sem um er að ræða kostnað og fjöldi þátttakenda þarf að liggja fyrir vegna gistingar, bílferða o.þ.h. Í þeim tilfellum þarf að fylla út og staðfesta meðfylgjandi eyðublað sem sendist þá rafrænt í pósthólfið ffrang@ffrang.is