Næstu ferðir og viðburðir
Viðburðir á næstunni
07.02.2024
Mæting við Miðjuna á Hellu, en snjóalög ráða áfangastað og endanleg dagsetning fer eftir veðurspá. Gert ráð fyrir utanbrautarskíðum og höfuðljósi. Umsjón: Grétar Laxdal Björnsson & Hugrún Hannesdóttir.
06.03.2024
Safnast saman við Miðjuna á Hellu og ekið á upphafsstað göngu. Gengið austan megin Rangár að Árbæjarfossi. Umsjón: Sævar Jónsson.
03.04.2024
Safnast saman við Hótel Læk. Umsjón: Gunnar Norðdahl & Emilía Sturludóttir.
21.04.2024
Lagt er upp frá hefðbundnum göngustað á Þríhyrning kl. 10 og gengið réttsælis í kringum fjallið. Gangan tekur 4-5 tíma og er um 10 km. Umsjón: Helgi Jóhannesson.