Næstu ferðir og viðburðir
Viðburðir á næstunni
30.04.2025
Safnast saman við Miðjuna á Hellu kl. 17:30. Hjólaður hringur í Aldamótaskóginum á Gaddstöðum á misgóðum stígum, en við upphaf skógræktar var gróðurþekja lítil nema lúpína og melgresi. Umsjón: Garðar Þorfinnsson.
07.05.2025
Safnast saman við Landvegmót kl. 18. Ekið upp Landveg að bílastæði neðan Búrfells, við nýlega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Gengið að Þjófafossi sem dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt, en fossinn er einn af helstu fossum Þjórsár. Skoðum fossinn beggja vegna árinnar. Ganga við allra hæfi, um 2-3 km. Umsjón: Gísli Gíslason.
17.05.2025
Safnast saman á bílastæðinu við Keldur kl. 9. Ekið að Koti þar sem verða skildir eftir bílar sem verða sóttir í lok göngu. Gengið þaðan um eyðibýlið Dagverðarnes, Eldiviðarhraun, Réttarnes og Knafahóla, gamlan “þjóðveg númer 1” og niður að Keldum. Þennan slóða fór Gunnar á Hlíðarenda með bræðrum sínum þegar þeim var gerð fyrirsátin við Knafahóla og vörðust svo ofureflinu á Gunnarssteini þar sem Hjörtur bróðir Gunnars var veginn. Gangan tekur 4-6 tíma, lengd 12-15 km. Umsjón: Gústav Þór Stolzenwald & Gunnar B. Norðdahl.
24.05.2025
Safnast saman við Hvolinn Hvolsvelli kl. 9 og ekið austur að Holtsósi, þar sem lagt verður rétt vestan við Steinahelli. Gangan hefst á nokkuð brattri grasbrekku uppundir hamrana og síðan gengið upp úr Steinagili sem er smá klungur en flestum greiðfært og þar eru líka hjálparbönd til að styðja sig við. Uppá brúnina er um 400 m hækkun. Síðan liggur leiðin austur með fjallsbrúninni og upp á Faxa (um 600 m) fyrir ofan Þorvaldseyri. Áfram inn með Skálum og inná Leini (810 m) sem er hæsti hluti fjallsins. Gengið vestur Varmahlíðardal og niður skriðu að bílum. Gangan tekur um 6 tíma, lengd 12-13 km. Hækkun 900-1000 m. Umsjón: Hermann Árnason.