Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

02.06.2024

Rauðalda við Heklu

Safnast saman við miðjuna á Hellu kl. 9 og sameinast í bíla. Ekið að bílastæðinu við Bjólfell og gengið þaðan austan við Bjólfell milli hrauna og fjalla á Rauðöldu. Munum við fylgja mikilli hraunasögu Heklu í þessari göngu. Farið vestan við Bjólfell til baka, yfir Gráfellstagl, Efra-Hvolshraun, fram með Selvatni og niður hjá Næfurholti að bílum við Haukadal. Gangan er rúmir 20 km, en ekki mikil hækkun og tekur 6 – 8 tíma. Umsjón: Gústav Þór Stolzenwald.
05.06.2024

Uppsalir í Fljótshlíð

Gengið um skógræktina. Uppsalalendur, lagt upp á bílastæðinu við bæinn. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
22.06.2024

Þröngubásar og Sniðin á Holtamannaafrétti

Safnast er saman á bílastæðinu við Skeiðavegamót kl. 9 og haldið þaðan að Búðarhálsvirkjun. Gengið er með austurbakka Þjórsár að Þröngubásum, sem eru fallegar klettamyndanir. Haldið er til baka um Sniðin. Gangan er um 14 km, tekur 5-6 tíma og hækkun um 450 m. Umsjón: Ingibjörg Sveinsdóttir & Erlingur Jensson.
07.08.2024

Hjólaferð um Fljótshlíð

Mætt við Hvolinn. Hjólað frá Hvolsvelli að Staðarbakka, þaðan niður með Þverá og niður á þjóðveg og aftur á Hvolsvöll. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.