Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

21.09.2025

Heilsuganga & jóga í Þykkvabæ

Safnast saman við kirkjuna í Þykkvabæ kl. 16:30 og farið í hressandi göngu í um 1 klst. Gangan endar í kirkjunni þar sem verður farið í jóga Nidra, sem er ævaforn tækni sem sameinar hugleiðslu og slökun. Munið eftir jógadýnu og teppi. Umsjón: Birna Guðjónsdóttir & Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
27.09.2025

Hjólaferð um „Hamingjustíga“ í Hekluhraunum

Safnast saman við Hótel Læk kl. 10. Hjólað þaðan um Heklubraut norðan Gunnarsholts og aðrar gamlar leiðir í Hekluhraunum sem stundum eru kallaðir hamingjustígar. Afar falleg leið ofan byggðar og við jaðar hálend­isins á Rangár­völlum. Farið er framhjá gömlum eyðibýlum á leiðinni; Steinkrossi, Koti o.fl. Leiðirnar eru mis greiðfærar og því mælt með rafmagnshjólum. Hjólaðir eru um 30 km og ferðin tekur 4-5 tíma. Umsjón: Gunnar B. Norðdahl.
11.10.2025

Ganga með Eystri Rangá

Safnast saman á Keldum og ekið að brúnni yfir ána í landi Reyni­fells. Gengið með ánni, fram og til baka, framhjá Fossdalsrétt og að útsýnisstað þar sem sér m.a. yfir Teitsvötn. Umsjón: Sævar Jónsson.
22.10.2025

Heilsuganga í nágrenni Hellu

Óvissuferð að hætti Ingu í nágrenni Hellu. Umsjón: Inga Heið­ars­dóttir.