Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

07.08.2024

Hjólaferð um Fljótshlíð

Mætt við Hvolinn. Hjólað frá Hvolsvelli að Staðarbakka, þaðan niður með Þverá og niður á þjóðveg og aftur á Hvolsvöll. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
10.08.2024

Hellismannaleið leggur 1, Rjúpnavellir-Áfangagil

Mæting að Rjúpnavöllum kl. 9, þaðan sem gengið er framhjá Tröllkonugili, yfir Ófærugil, að Fossabrekkum, í Rangárbotna, með fram Sauðafelli og Öldu Valafells í Áfangagil. Gangan tekur um 6-7 tíma og er 18,5 km. Heildar hækkun um 550 m. Umsjón: Hugrún Hannesdóttir & Sigríður Theodóra Kristinsdóttir.
11.08.2024

Valahnjúkar

Mæting í Áfangagil kl. 10. Gengið þaðan yfir Ölduna og áfram að Valahnjúkum og uppá þá. Þema dagsins er smalamennska í ríki Heklu og að sjálfsögðu endað á sögustund í réttinni í Áfangagili. Gangan tekur um 6 tíma og er um 15 km. Heildar hækkun tæpir 500 m. Umsjón: Hjalti Ófeigsson & Hugrún Hannesdóttir.
17.08.2024

Krakkaferð í Þjórsárdal

Safnast saman á bílastæðinu við Skeiðagatnamót kl. 10 og haldið þaðan upp Skeið að Stöng í Þjórsárdal. Gengin hringleið beggja vegna Rauðár með áningu í Gjánni þar sem upplagt er að sulla í ánni og snæða gott nesti. Lengd göngu með góðum stoppum er 3-4 tímar og um 2 km. Stoppað við Hjálparfoss á bakaleið. Svæðið er sannkallað ævintýraland fyrir börn. Umsjón: Gísli Gíslason & Ágústa Guðmarsdóttir.