Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

14.09.2024

Stakkholtsgjá

Safnast saman hjá Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 9. Einungis fært á jepplingum/jeppum. Ekið áleiðis í Þórsmörk, í Fagraskóg. Stöðvum bílana við Fagraskóg. Göngum svo inn með Steinholtsá að Steinholtslóni, síðan tilbaka upp á suðurhlíðar og fram í Fagraskóg í bílana. Keyrum inn að Stakkholtsgjá og göngum inn að fossinum. Stórbrotin náttúra með mörgu af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Göngutími um 4 – 5 klst. Frekar létt. Umsjón: Sævar Jónsson (2 skór).
21.09.2024

Hringur í Bolholtsskógi

Safnast saman við miðjuna á Hellu kl. 10 og sameinast í bíla. Bolholtsskógur er í umsjón Skógræktarfélags Rangæinga og er um 600 ha að stærð. Lagðar hafa verið gönguleiðir um skóginn við flestra hæfi og genginn verður lengsti hringurinn sem er um 10 km og tekur gangan um 2-3 tíma. Umsjón: Garðar Þorfinnsson.
02.10.2024

Keldur-Tungufoss

Gengið frá Keldum að Tungufossi - geysilega falleg leið
16.10.2024

Kvennaganga í tilefni af bleikum október

Veðurspá mun stýra endanlegri dagsetningu og áfangastað. Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir.