Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

09.08.2025

Hrafntinnusker og Ljósártungur að Fjallabaki

Safnast saman við Miðjuna á Hellu kl. 8, þaðan sem bílar munu keyra okkur að íshellunum við Hrafntinnusker. Gangan hefst við íshellana og gengið meðfram Hrafntinnuskeri, m.a. um falleg hverasvæði út að Jónsvörðu. Þaðan er stefnan tekin að Ljósárgili og yfir í Ljósártungur með ægifagurt útsýni yfir Syðra-Fjallabak. Haldið yfir Ljósárgil og að Ljósárfossi, þar sem bílarnir munu sækja okkur og keyra aftur á Hellu. Gangan tekur um 4-5 tíma, lengd 12-13 km. Umsjón: Geir Ófeigsson & Sigríður Theodóra Kristinsdóttir. Kostnaður við ferðina er 18.500 fyrir félagsmenn akstur á ofurbílum en utanfélsgsmenn greiða 21.500 vegna aksturs og leiðsögumanna.
13.08.2025

Töðugjaldaganga á Gíslholtsfjall

Þessi ganga er haldin í samstarfi við Rangárþing ytra, í tilefni töðugjaldanna. Markmiðið er að kynna íbúum fáfarin svæði innan sveitarfélagsins. Háanef, Illavatn og Svartagil eru örnefni sem eru senni­lega fáum kunn, en leiðin liggur að Gíslholti við Gíslholtsvatn. Mæting í Gíslholt kl. 18, gengið á Gíslholtsfjall sem er grasi gróið 168 m og auðvelt uppgöngu, svo gangan er við allra hæfi. Að göngu lokinni er tilvalið að aka áfram Hagahringinn og stoppa við Hagakirkju áður en haldið er heim á leið. Gangan tekur um 2,5 tíma, lengd um 5 km. Umsjón: Sverrir Kristinsson, bóndi Gíslholti.
20.08.2025

Hjólaferð um bakka Eystri Rangár

Lagt upp frá Hvolnum á Hvolsvelli og hjólað sem leið liggur inn Vall­ar­krók. Farið er niður Eystri Rangá við Völl og hjólað með ánni eftir slóðum. Komið er aftur upp á veg við Lynghaga og hjólað eftir svokölluðum Sólheimahring aftur á Hvolsvöll. Lengd 15-20 km. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
23.08.2025

Háutindar í Stakkholti (Þórsmörk)

Safnast saman við Hvolinn á Hvolsvelli kl. 10. Ekið að klettinum Stakki við Hvanná, sem Stakkholt er kennt við, þar sem gangan hefst. Gengið upp vestan Hvannár, um Hátindaflatir og síðan uppá Hátinda (762m). Einstök útsýnisleið. Gangan tekur 4-5 tíma, lengd 8-9 km. Hækkun um 500m. Umsjón Sævar Jóns­son & Gísli Gíslason.