Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

20.08.2025

Hjólaferð um bakka Eystri Rangár

Lagt upp frá Hvolnum á Hvolsvelli og hjólað sem leið liggur inn Vall­ar­krók. Farið er niður Eystri Rangá við Völl og hjólað með ánni eftir slóðum. Komið er aftur upp á veg við Lynghaga og hjólað eftir svokölluðum Sólheimahring aftur á Hvolsvöll. Lengd 15-20 km. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
23.08.2025

Háutindar í Stakkholti (Þórsmörk)

Safnast saman við Hvolinn á Hvolsvelli kl. 10. Ekið að klettinum Stakki við Hvanná, sem Stakkholt er kennt við, þar sem gangan hefst. Gengið upp vestan Hvannár, um Hátindaflatir og síðan uppá Hátinda (762m). Einstök útsýnisleið. Gangan tekur 4-5 tíma, lengd 8-9 km. Hækkun um 500m. Umsjón Sævar Jóns­son & Gísli Gíslason.
30.08.2025

Fimmvörðuháls dagsferð

Brottför með rútu frá Hvolnum á Hvolsvelli kl. 7. Ekið að Skógum og gengið þaðan yfir Fimmvörðuháls. Rúta tekur hópinn í Básum og fer með hann til baka á Hvolsvöll. Gangan tekur um 10 tíma og er um 24 km. Hámarksfjöldi er 24 manns. Kostnaður vegna rútu og fararstjórnar 20.000 fyrir utanfélagsmenn en 17.000 fyrir félaga í FFRang. Umsjón: Helgi Jóhannesson.
31.08.2025

Er allt í gulu? Ævintýraleg krakkaganga .

Safnast saman við Miðjuna á Hellu kl. 10 og haldið í óvissuferð inn í þann ævintýraheim sem bækur geta gefið okkur. Í tilefni af gulum september (við tökum örlítið forskot) sem minnir okkur á mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, eru þátttak­endur hvattir til að klæðast einhverju gulu. Umsjón: Gunnar Helgason rithöfundur.