Ferðaáætlun 2024

Ferðaáætlun FFRang gildir fyrir eitt ár í senn. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Börn og unglingar eru einnig velkomnir í fylgd með fullorðnum og þurfa foreldrar að meta hvort þeir treysta þeim í ferðirnar. Hér er hægt að sækja PDF skjal með yfirliti með Ferðaáætlun 2024. Hægt er að skoða upplýsingar um hverja ferð undir Næstu ferðir og viðburðir.         

LENGRI GÖNGUR 2024

Dagsferðir, að jafnaði farnar á laugardögum, en ef veðurútlit er óhagstætt er sunnudagur til vara. Nánari upplýsingar um hverja ferð verða birtar á fésbókarsíðunni Ferðafélag Rangæinga þegar nær dregur. Áætlun getur breyst vegna veðurs.

TÍMI

LENGRI GÖNGUFERÐIR

 

 

Sunnudagur 21. apríl

Hringleið um Þríhyrning. Lagt er upp frá hefðbundnum göngustað á Þríhyrning kl. 10 og gengið réttsælis í kringum fjallið. Gangan tekur 4-5 tíma og er um 10 km. Umsjón: Helgi Jóhannesson.

Laugardagur 4. maí

Láglendisganga - óvissuferð. Umsjón: Ingibjörg Heiðarsdóttir.

Sunnudagur 26. maí

Drangshlíðarfjall. Safnast saman hjá Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 10:00. Ekið að Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum þar sem gangan hefst. Áhugaverð útsýnisleið. Gangan tekur 3-4 tíma, hækkun um 500 m. Umsjón: Birna Sigurðardóttir.

Sunnudagur 2. júní

 

Rauðöldur við Heklu. Safnast saman við miðjuna á Hellu kl. 9 og sameinast í bíla. Ekið að bílastæðinu við Bjólfell og gengið þaðan austan við Bjólfell milli hrauna og fjalla á Rauðöldur. Munum við fylgja mikilli hraunasögu Heklu í þessari göngu. Farið vestan við Bjólfell til baka, yfir Gráfellstagl, Efra-Hvolshraun, fram með Selvatni og niður hjá Næfurholti að bílum við Haukadal. Gangan er rúmir 20 km, en ekki mikil hækkun og tekur 6 – 8 tíma. Umsjón: Gústav Þór Stolzenwald.

Laugardagur 22. júní

Þröngubásar og Sniðin á Holtamannafrétti. Safnast er saman á bílastæðinu við Skeiðagatnamót kl. 9 og haldið þaðan að Búðarhálsvirkjun. Gengið er með austurbakka Þjórsár að Þröngubásum, sem eru fallegar klettamyndanir. Haldið er til baka um Sniðin. Gangan er um 14 km, tekur 5-6 tíma og hækkun um 450 m. Umsjón: Ingibjörg Sveinsdóttir & Erlingur Jensson.

Laugardagur 10. ágúst

Gönguhelgi í Áfangagili. Áhugasamir bóka gistingu föstudags- og/eða laugardagskvöld með því að senda póst á afangagil@gmail.com merkt FFRANG.

Hellismannaleið leggur 1, Rjúpnavellir – Áfangagil. Mæting að Rjúpnavöllum kl. 9, þaðan sem gengið er framhjá Tröllkonugili, yfir Ófærugil, að Fossabrekkum, í Rangárbotna, með fram Sauðafelli og Öldu Valafells í Áfangagil. Gangan tekur um 6-7 tíma og er 18,5 km. Heildar hækkun um 550 m. Umsjón: Hugrún Hannesdóttir & Sigríður Theodóra Kristinsdóttir.

Sunnudagur 11. ágúst

Valahnjúkar. Mæting í Áfangagil kl. 10. Gengið þaðan yfir Ölduna og áfram að Valahnjúkum og uppá þá. Þema dagsins er smalamennska í ríki Heklu og að sjálfsögðu endað á sögustund í réttinni í Áfangagili. Gangan tekur um 6 tíma og er um 15 km. Heildar hækkun tæpir 500 m. Umsjón: Hjalti Ófeigsson & Hugrún Hannesdóttir.

Laugardagur 17.ágúst

Krakkaferð í Þjórsárdal. Safnast saman á bílastæðinu við Skeiðagatnamót kl. 10 og haldið þaðan upp Skeið að Stöng í Þjórsárdal. Gengin hringleið beggja vegna Rauðár með áningu í Gjánni þar sem upplagt er að sulla í ánni og snæða gott nesti. Lengd göngu með góðum stoppum er 3-4 tímar og um 2 km. Stoppað við Hjálparfoss á bakaleið. Svæðið er sannkallað ævintýraland fyrir börn. Umsjón: Gísli Gíslason & Ágústa Guðmarsdóttir.

Laugardagur 31. ágúst

 

Fimmvörðuháls dagsferð. Brottför með rútu frá N1 á Hvolsvelli kl. 7. Ekið að Skógum og gengið þaðan yfir Fimmvörðuháls. Rúta tekur hópinn í Básum og fer með hann til baka á N1. Gangan tekur um 10 tíma og er um 24 km. Hámarksfjöldi er 24 manns. Umsjón: Helgi Jóhannesson.

Laugardagur 14. september

Stakkholtsgjá. Safnast saman hjá Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 9. Ekið áleiðis í Þórsmörk, að Stakkholtsgjá. Gengið inn gjána, inn fyrir fossinn og þar upp úr gjánni á hið óþekkta Rjúpnafell. Fáfarin gönguleið og gera þarf ráð fyrir smá klöngri. Gangan tekur um 4 tíma, hækkun um 400 m. Umsjón: Sævar Jónsson & Gunnar B. Norðdahl.

Laugardagur 21. september

Hringur í Bolholtsskógi. Safnast saman við miðjuna á Hellu kl. 10 og sameinast í bíla. Bolholtsskógur er í umsjón Skógræktarfélags Rangæinga og er um 600 ha að stærð. Lagðar hafa verið gönguleiðir um skóginn við flestra hæfi og genginn verður lengsti hringurinn sem er um 10 km og tekur gangan um 2-3 tíma. Umsjón: Garðar Þorfinnsson.

 

KVÖLDGÖNGUR 2024

Styttri göngur sem verða að jafnaði fyrsta miðvikudag i mánuði kl. 18. Léttar göngur sem taka jafnan 2-3 tíma. Nánari upplýsingar um hverja ferð verða birtar á fésbókarsíðu Ferðafélags Rangæinga þegar nær dregur. Ferðum getur verið breytt eða þær felldar niður vegna veðurs.

TÍMI

KVÖLDGÖNGUR Á MIÐVIKUDÖGUM

7. febrúar

Skíðagöngukvöld. Mæting við Miðjuna á Hellu, en snjóalög ráða áfangastað og endanleg dagsetning fer eftir veðurspá. Gert ráð fyrir utanbrautarskíðum og höfuðljósi. Umsjón: Grétar Laxdal Björnsson & Hugrún Hannesdóttir.

6. mars

Árbæjarfoss Í Ytri-Rangá. Safnast saman við Miðjuna á Hellu og ekið á upphafsstað göngu. Gengið austan megin Rangár að Árbæjarfossi. Umsjón: Sævar Jónsson.

3. apríl

Keldur – Hróarslækur. Safnast saman við Hótel Læk. Umsjón: Gunnar Norðdahl & Emilía Sturludóttir.

maí

Hlaupaæfing við allra hæfi í samvinnu við Fríska Flóamenn. Stefnt á fyrri hluta maímánaðar, en verður auglýst þegar nær dregur. Umsjón: Guðrún Lára Sveinsdóttir.

5. júní

Uppsalir í Fljótshlíð. Gengið um skógræktina. Uppsalalendur, lagt upp á bílastæðinu við bæinn. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.

7. ágúst

Hjólaferð um Fljótshlíð: Mætt við Hvolinn. Hjólað frá Hvolsvelli að Staðarbakka, þaðan niður með Þverá og niður á þjóðveg og aftur á Hvolsvöll. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.

4. september

Kot - Keldur. Safnast saman við gamla Keldnabæinn. Umsjón: Gunnar Norðdahl.

2. október

Þykkvibær. Safnast saman við íþróttahúsið. Umsjón: Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir.

október

Kvennaganga í tilefni af bleikum október. Veðurspá mun stýra endanlegri dagsetningu og áfangastað. Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir.

6. nóvember

Ægissíðufoss í nágrenni Hellu. Umsjón: Ingibjörg Heiðarsdóttir.