Fararstjórar

Í ferðum á vegum Ferðafélags Rangæinga eru skipaðir sérstakir umsjónarmenn með ferðum úr röðum félagsmanna - en mikið er lagt upp úr því að fá til liðs við okkur fólk sem þekkir vel til staðhátta og getur sagt frá auk þess að skipuleggja og vera ferðafélögum til halds og trausts. Stundum á það við að ráða sérstaka fararstjóra einkum í lengri ferðum og fjölmennum eða þar sem sérþekkingar er þörf, en oft getur einhver félagi í FFRang tekið það hlutverk að sér að leiða hópinn. Ef þú ert með hugmynd að ferð og/eða gefur kost á þér til að hafa umsjón með ferðum þá er um að gera að láta vita af sér t.d. í gegnum hugmyndabankann.