- 22 stk.
- 07.09.2023
Í stórfróðlega og hressandi Víkingslækjargöngu hjá FFRang mættu 24 manns þann 6 september 2023. Hlýtt í veðri og hæfilega rakt. Lagt var upp frá afleggjaranum að Kaldbak og gengið í austur að Víkingslækjabæjum með skeleggan og gjörkunnugan fararstjórann Sigríði á Kaldbak í fararbroddi. Gaman að ganga þarna um fallega uppgróin svæði - áður uppblásin - en nú gróður og sjálfsáð birki á alla vegu. Það var magnað að standa í hlaði á Víkingslæk hvert mjög margir Rangæingar geta rakið ættir sínar. Inga Heiðars hafði umsjón með göngunni. Bestu þakkir Sigga og Inga. (myndir Unnur Ó og Inga H)