- 15 stk.
- 25.09.2023
Á degi íslenskrar náttúru
Hópurinn frá Ferðafélagi Rangæinga var ekki fjölmennur sem gekk frá Háafossi niður að Stöng og áfram í Gjánna enda veðurspáin ekki upp á það besta auk þess sem það var í mörg horn að líta hjá Rangæingum þennan dag. Þrátt fyrir allt var ákveðið að halda áætlun og ganga í tilefni af Degi íslenskrar náttúru og einnig í minningu og til heiðurs okkar kæra Atla Brynjarssonar frá Hellu en útför hans var sama dag. Það rigndi mikið en náttúrufegurðin á þessari leið er einstök og ferðalangar voru sammála um það að Gjáin er einn fallegasti staður Íslands. Það voru því nokkuð blautir en hressir FFRang-félagar sem héldu heim síðdegis eftir minnisstæða göngu. (Myndir GG)