Ferðanefndin undir feldi

Þessa dagana er ferðanefnd FFRang að undirbúa göngudagskrá næsta árs. Að þessu sinni hefur meðal annars verið leitað til félagsmanna varðandi hugmyndir og var öllum félögum í FFRang sendur hlekkur á sérstaka könnun af þessu tilefni. Spennandi er að sjá hvað kemur út úr þessari vinnu en reiknað er með að göngudagskráin verði tilbúin í nóvember.