Ferðaáætlun ársins 2024 komin

Ferðanefnd FFRang hefur nú sett saman geysilega spennandi ferðaáætlun fyrir árið 2024 sem finna má hér á síðunni. Hvetjum fólk til að skoða hana og undirbúa þátttöku á næsta ári en fyrstu ferðir hefjast í febrúar 2024. Hina öflugu og hygmyndaríku ferðanefnd FFRang skipa þau Gísli Gíslason, Gustav Þór Stolzenwald, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir,  Gunnar Baldur Norðdahl og Hugrún Hannesdóttir.

Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið eru hvattir til að huga að því sem fyrst en reikningur fyrir það ætti að vera í heimabanka. Jafnframt viljum við þakka öllum þeim sem þegar hafa greitt gjaldið. Einnig viljum við benda þeim á sem ekki hafa fengið Árbók 2023 að hana er hægt að nálgast hjá einhverjum stjórnarmanna - mjög fróðleg og vönduð lesning og gott framtak.