Valahnjúkar

Mæting í Áfangagil kl. 10. Gengið þaðan yfir Ölduna og áfram að Valahnjúkum og uppá þá. Þema dagsins er smalamennska í ríki Heklu og að sjálfsögðu endað á sögustund í réttinni í Áfangagili. Gangan tekur um 6 tíma og er um 15 km. Heildar hækkun tæpir 500 m. Umsjón: Hjalti Ófeigsson & Hugrún Hannesdóttir.

Hægt er að taka gönguna sem hluta af Gönguhelgi í Áfangagili og taka líka þátt í göngu Hellismannaleið 1, Rjúpnavellir-Áfangagil þann 10 ágúst. Áhugasamir geta bókað gistingu föstudags- og/eða laugardagskvöld með því að senda póst á afangagil@gmail.com merkt FFRANG