Töðugjaldaganga á Gíslholtsfjall. Háanef, Illavatn og Svartagil eru örnefni sem eru
sennilega fáum kunn, en leiðin liggur að Gíslholti við Gíslholtsvatn. Mæting í Gíslholt
kl. 18, gengið á Gíslholtsfjall sem er grasi gróið 168 m og auðvelt uppgöngu, svo
gangan er við allra hæfi. Að göngu lokinni er haldið að Hagakirkju þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur í safnaðarheimilinu. Kirkjan verður opin og hægt að fræðast um sögu staðarins. Göngutími: 2,5 klst Vegalengd: um 5 km.
Umsjón: Sverrir Kristinsson, bóndi Gíslholti.
Markmiðið er að kynna íbúum fáfarin svæði innan sveitarfélagsins.