Þröngubásar og Sniðin á Holtamannaafrétti

Safnast er saman á bílastæðinu við Skeiðavegamót kl. 9 og haldið þaðan að Búðarhálsvirkjun. Gengið er með austurbakka Þjórsár að Þröngubásum, sem eru fallegar klettamyndanir. Haldið er til baka um Sniðin. Gangan er um 14 km, tekur 5-6 tíma og hækkun um 450 m. Umsjón: Ingibjörg Sveinsdóttir & Erlingur Jensson.