Safnast saman við Landvegmót kl. 18. Ekið upp Landveg að bílastæði neðan Búrfells, við nýlega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Gengið að Þjófafossi sem dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt, en fossinn er einn af helstu fossum Þjórsár. Skoðum fossinn beggja vegna árinnar. Ganga við allra hæfi, um 2-3 km. Umsjón: Gísli Gíslason.