Þjófafoss í Þjórsá

Safnast saman við Landvegmót kl. 18. Ekið upp Landveg að bílastæði neðan Búrfells, við nýlega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Gengið að Þjófafossi sem dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt, en fossinn er einn af helstu ­fossum Þjórsár. Skoðum fossinn beggja vegna árinnar. Ganga við allra hæfi, um 2-3 km. Umsjón: Gísli Gíslason.