Steinafjall

Safnast saman við Hvolinn Hvolsvelli kl. 9 og ekið austur að Holtsósi, þar sem lagt verður rétt vestan við Steinahelli. Gangan hefst á nokkuð brattri grasbrekku upp­undir hamrana og síðan gengið upp úr Steinagili sem er smá klungur en flestum greið­fært og þar eru líka hjálparbönd til að styðja sig við. Uppá brúnina er um 400 m hækkun. Síðan liggur leiðin austur með fjallsbrúninni og upp á Faxa (um 600 m) fyrir ofan Þorvaldseyri. Áfram inn með Skálum og inná Leini (810 m) sem er hæsti hluti fjallsins. Gengið vestur Varma­hlíðardal og niður skriðu að bílum. Gangan tekur um 6 tíma, lengd 12-13 km. Hækkun 900-1000 m. Umsjón: Hermann Árnason.