Safnast saman við Hvolinn Hvolsvelli kl. 9 og ekið austur að Holtsósi, þar sem lagt verður rétt vestan við Steinahelli. Gangan hefst á nokkuð brattri grasbrekku uppundir hamrana og síðan gengið upp úr Steinagili sem er smá klungur en flestum greiðfært og þar eru líka hjálparbönd til að styðja sig við. Uppá brúnina er um 400 m hækkun. Síðan liggur leiðin austur með fjallsbrúninni og upp á Faxa (um 600 m) fyrir ofan Þorvaldseyri. Áfram inn með Skálum og inná Leini (810 m) sem er hæsti hluti fjallsins. Gengið vestur Varmahlíðardal og niður skriðu að bílum. Gangan tekur um 6 tíma, lengd 12-13 km. Hækkun 900-1000 m. Umsjón: Hermann Árnason.