Skarðsfjall í Landsveit

Safnast saman við Miðjuna á Hellu kl. 10 og ekið að Skarðs­fjalli. Gengið upp Öxlina og síðan haldið áfram að Háuvörðu (367 m). Jafnvel haldið áfram á næst hæsta tind fjallsins, til að ná enn betra útsýni yfir Þjórsá og svæði fyrir­hugaðrar Hvammsvirkjunar, ásamt nýju brúarstæði. Mjög áhugaverð útsýnisleið í björtu veðri. Gangan tekur 3-4 tíma, lengd allt að 8 km. Umsjón: Ingibjörg Heiðarsdóttir.