Mottumarsganga á Þríhyrning

Mæting við Hvolinn á Hvolsvelli kl. 10 og safnast saman í bíla. Ekið inn Fljótshlíðarveg að Tumastöðum og áfram að Fiská, þaðan sem gangan hefst, upp fjallið að suðvestan. Frá Þríhyrningi (678 m) er gott útsýni til allra átta, en fjallið dregur nafn sitt af þremur hornum og milli þeirra er Flosadalur sem getið er í Njálssögu. Gangan tekur 2,5-3 tíma, lengd um 5,5 km. Hækkun um 500 m. Umsjón: Emil Kárason & Rebekka Stefánsdóttir.