Mæting í Húsagarð í Landsveit kl. 18:00, en þema kvöldsins er smalamennska. Frú Ólafía, húsfreyja í Húsagarði, tekur á móti hópnum og leiðir gönguna. Ekinn spölur í Réttarnes, þaðan verður gengið upp á hraun að rústum hinna fornu Landrétta, sem færðar voru niður fyrir hraunbrún árið 1660. Gengið í gegnum hraunið og aftur í Réttarnes, en þar var réttað fram að Heklugosi í ágúst 1980. Gangan tekur 2-3 tíma, lengd 5-6 km. Umsjón: Ólafía Sveinsdóttir.