Krakkaferð í Þjórsárdal

Safnast saman á bílastæðinu við Skeiðagatnamót kl. 10 og haldið þaðan upp Skeið að Stöng í Þjórsárdal. Gengin hringleið beggja vegna Rauðár með áningu í Gjánni þar sem upplagt er að sulla í ánni og snæða gott nesti. Lengd göngu með góðum stoppum er 3-4 tímar og um 2 km. Stoppað við Hjálparfoss á bakaleið. Svæðið er sannkallað ævintýraland fyrir börn. Umsjón: Gísli Gíslason & Ágústa Guðmarsdóttir.