Safnast saman á bílastæðinu við Keldur kl. 9. Ekið að Koti þar sem verða skildir eftir bílar sem verða sóttir í lok göngu. Gengið þaðan um eyðibýlið Dagverðarnes, Eldiviðarhraun, Réttarnes og Knafahóla, gamlan “þjóðveg númer 1” og niður að Keldum. Þennan slóða fór Gunnar á Hlíðarenda með bræðrum sínum þegar þeim var gerð fyrirsátin við Knafahóla og vörðust svo ofureflinu á Gunnarssteini þar sem Hjörtur bróðir Gunnars var veginn. Gangan tekur 4-6 tíma, lengd 12-15 km. Umsjón: Gústav Þór Stolzenwald & Gunnar B. Norðdahl.