Hittumst á bílastæðinu við Þórustaðanámu kl. 18 og sameinumst eins og hægt er í bíla. Ökum að Alviðru, þar sem gangan hefst. Afar skemmtileg leið upp á Ingólfsfjall, en smá klöngur efst (keðja). Gengið á hæsta tind fjallsins, Inghól, 551 m. og síðan áfram að hefðbundinni gönguleið og niður í Þórustaðanámu. Komum seint heim, enda nóttin ung. Gangan tekur um 4 tíma, lengd um 7 km. Hækkun um 530 m. Umsjón: Hugrún Hannesdóttir.