Safnast saman við Miðjuna á Hellu kl. 8, þaðan sem bílar munu keyra okkur að íshellunum við Hrafntinnusker. Gangan hefst við íshellana og gengið meðfram Hrafntinnuskeri, m.a. um falleg hverasvæði út að Jónsvörðu. Þaðan er stefnan tekin að Ljósárgili og yfir í Ljósártungur með ægifagurt útsýni yfir Syðra-Fjallabak. Haldið yfir Ljósárgil og að Ljósárfossi, þar sem bílarnir munu sækja okkur og keyra aftur á Hellu. Gangan tekur um 4-5 tíma, lengd 12-13 km. Umsjón: Geir Ófeigsson & Sigríður Theodóra Kristinsdóttir.