Hjólaferð um „Hamingjustíga“ í Hekluhraunum

Safnast saman við Hótel Læk kl. 10. Hjólað þaðan um Heklubraut norðan Gunnarsholts og aðrar gamlar leiðir í Hekluhraunum sem stundum eru kallaðir hamingjustígar. Afar falleg leið ofan byggðar og við jaðar hálend­isins á Rangár­völlum. Farið er framhjá gömlum eyðibýlum á leiðinni; Steinkrossi, Koti o.fl. Leiðirnar eru mis greiðfærar og því mælt með rafmagnshjólum. Hjólaðir eru um 30 km og ferðin tekur 4-5 tíma. Umsjón: Gunnar B. Norðdahl.