Lagt upp frá Hvolnum á Hvolsvelli og hjólað sem leið liggur inn Vallarkrók. Farið er niður Eystri Rangá við Völl og hjólað með ánni eftir slóðum. Komið er aftur upp á veg við Lynghaga og hjólað eftir svokölluðum Sólheimahring aftur á Hvolsvöll. Lengd 15-20 km. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.