Hellismannaleið leggur 1, Rjúpnavellir-Áfangagil

Mæting að Rjúpnavöllum kl. 9, þaðan sem gengið er framhjá Tröllkonugili, yfir Ófærugil, að Fossabrekkum, í Rangárbotna, með fram Sauðafelli og Öldu Valafells í Áfangagil. Gangan tekur um 6-7 tíma og er 18,5 km. Heildar hækkun um 550 m. Umsjón: Hugrún Hannesdóttir & Sigríður Theodóra Kristinsdóttir.

Hægt er að taka gönguna sem hluta af Gönguhelgi í Áfangagili og taka líka þátt í göngu á Valahnjúka þann 11 ágúst. Áhugasamir geta bókað gistingu föstudags- og/eða laugardagskvöld með því að senda póst á afangagil@gmail.com merkt FFRANG