Lagt upp frá gamla Víkurskála í Vík kl. 10 þar sem sameinast verður í bíla. Keyrt þaðan að móbergsfellinu Hafursey og gengið á fjallið sem skiptist má segja í tvennt af Klofgili. Hæsti tindurinn á eystri hlutanum er Kistufell (525 m), en á vestari hlutanum er það Skálarfjall (582 m) og þangað liggur leiðin. Gangan tekur 3-4 tíma, lengd um 4 km. Hækkun um 500m. Umsjón: Ragnar S. Ragnarsson & Gústav Þór Stolzenwald.