Fimmvörðuháls dagsferð

Brottför með rútu frá Hvolnum á Hvolsvelli kl. 7. Ekið að Skógum og gengið þaðan yfir Fimmvörðuháls. Rúta tekur hópinn í Básum og fer með hann til baka á Hvolsvöll. Gangan tekur um 10 tíma og er um 24 km. Hámarksfjöldi er 24 manns. Kostnaður vegna rútu og fararstjórnar 20.000 fyrir utanfélagsmenn en 17.000 fyrir félaga í FFRang - innheimt í gegnum kröfu í heimabanka í kjölfar skráningar. Umsjón: Helgi Jóhannesson.