Drangshlíðarfjall

Safnast saman við Hvolinn á Hvolsvelli kl. 10. Ekið að Drangs­hlíðardal undir Eyjafjöllum þar sem gangan hefst. Áhugaverð útsýnisleið á Drangshlíðar­fjall (479 m), þaðan sem í góðu veðri er einstakt útsýni yfir m.a. Skóga. Gangan tekur 3-4 tíma, hækkun um 500 m. Umsjón: Birna Sigurðardóttir.