Dómadalsháls, Vondugil, Háalda og Klukkugil

Safnast saman við Landvega­mót kl. 8 og ekið um Landveg og Landmannaleið F225 í Dómadal. (Ath. að Land­mannaleið er ekki fær fólksbílum). Gangan hefst í um 600 m hæð við Dómadalsháls kl. 10. Gengið hluta Hellismannaleiðar að Vondugiljum, en þaðan er í góðu skyggni afar óvenjulegt útsýni niður að Landmannalaugum og yfir á Brennisteinsöldu og Bláhnúk. Gengið upp á Háöldu (1.128 m), þaðan sem er mjög víðsýnt. Gengið áfram yfir Háöldu og síðan meðfram Klukkugili niður á Klukkugilsfitjar að Landmannaleið. Gangan tekur um 7 tíma, lengd um 16 km. Heildar hækkun um 700 m. Umsjón: Hjalti Ófeigsson & Hugrún Hann­es­dóttir