Árbók 2023 komin

Árbók FÍ 2023 er komin og tilbúin til dreifingar meðal félagsmanna FFRang. Að þessu sinni er það hinn merkilegi Flói sem er tekinn til umfjöllunar. Mjög vönduð umfjöllun og m.a. lýsing á áhugaverðum gönguleiðum um Flóann - eitthvað sem við þurfum öll að kynna okkur og auðvitað ganga við fyrsta tækifæri. Það er óraunhæft að dreifa bókunum með Póstinum sökum mikils kostnaðar. Því förum við þá eitursnjöllu leið að skipta bókunum á  stjórnarmenn FFRang og félagsmenn geta þá nálgast bækur hjá þeim við hentugleika - og vonandi fyrsta tækifæri því bókin er áhugaverð. Einnig geta félagsmenn nálgast bók í afgreiðslu Sundlaugarinnar á Hellu og á Hárstofunni hjá Önnu Gunnu í Miðjunni á Hellu - frá og með mánudeginum 8. maí.