Næstu ferðir og viðburðir

Viðburðir á næstunni

08.05.2024

Hlaupaæfing við allra hæfi

Hlaupaæfing við allra hæfi í samvinnu við Fríska Flóamenn. Hittumst á Arion-banka planinu á Hellu kl 18:00. Umsjón: Guðrún Lára Sveinsdóttir.
25.05.2024

Drangshlíðarfjall

Safnast saman hjá Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 10:00. Ekið að Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum þar sem gangan hefst. Áhugaverð útsýnisleið. Gangan tekur 3-4 tíma, hækkun um 500 m. Umsjón: Birna Sigurðardóttir.
02.06.2024

Rauðalda við Heklu

Safnast saman við miðjuna á Hellu kl. 9 og sameinast í bíla. Ekið að bílastæðinu við Bjólfell og gengið þaðan austan við Bjólfell milli hrauna og fjalla á Rauðöldu. Munum við fylgja mikilli hraunasögu Heklu í þessari göngu. Farið vestan við Bjólfell til baka, yfir Gráfellstagl, Efra-Hvolshraun, fram með Selvatni og niður hjá Næfurholti að bílum við Haukadal. Gangan er rúmir 20 km, en ekki mikil hækkun og tekur 6 – 8 tíma. Umsjón: Gústav Þór Stolzenwald.
05.06.2024

Uppsalir í Fljótshlíð

Gengið um skógræktina. Uppsalalendur, lagt upp á bílastæðinu við bæinn. Umsjón: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.